7.10.2025 | 11:15
Kerling í blokk
Að kerlingin á neðstu hæðinni í blokkinni sem ég bjó í um árið búi þarna, ástæðan fyrir því ?
Þó greina megi nokkrar orsakir í keðju sem leiddu til þess atburðar að kerlingin fluttist inní íbúðina, kannski ekki en kannski las hún auglýsingu í blaði á staðnum sem hún áður bjó og varð hugstola, þetta er ekki ástæðan heldur aðeins útskýring á röð atvika og því hvernig þetta æxlaðist að kerlingin nú býr í blokkinni.
Ástæðan fyrir því að kelling nokkur búi í blokk er engin. Allt er óendanlega fáránlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)