10.11.2024 | 17:40
Afsakið þetta málæði alltsaman,
ég var ekki í andlegu jafnvægi.
Frá því að vera stjarfur, súrefnislaus, mjög þunglyndur og vonlaus skaust ég óvænt í andstæðu alls þessa og allt fór á fleygiferð í vitund minni.
Vegna þessarar umpólunnar taldi ég ranglega að um heilbrigði væri að ræða.
Ég átta mig ekki alveg á því afhverju ég hélt þetta en svona æxlaðist þetta nú samt.
Ég get verið bráðhvatur og fjótfær.
Fálætið í kringum þennan málaflokk hefur verið algjörlega óþolandi og til skammar.
Þegar upp er staðið er mér alveg frekar drullusama og bara nokkuð sáttur með að hafað ruglast aðeins í ríminu og farið að skirfa eitthverja þvælu og vitleysu.
Þið áttuð ekkert mikið betra skilið.
Fyrir utan örfáa sem hafa staðið sig vel og eiga sjálfir skilið meiri athygli fyrir vel unnin verk.
Meira hef ég ekki um þetta mál að segja að sinni.
Annað en það að ég er einlæglega að reyna að vera heilbrigðari og þarf bara meiri hjálp frekar en hitt.
Virðingarfyllst og takk fyrir það sem vel er gert.
Bloggar | Breytt 30.11.2024 kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)